spot_img
HomeFréttirSigur hjá Solna en tap hjá Sundsvall

Sigur hjá Solna en tap hjá Sundsvall

Félagarnir Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Helgi og Solna höfðu öruggan 85-68 heimasigur gegn Sweden-Jamtland en Jakob Örn og Sundsvall töpuðu tveimur mikilvægum stigum í toppbáráttunni eftir 12 stiga ósigur gegn Plannja.
Helgi Már lék í 22 mínútur í sigri Solna og skoraði 7 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Eftir sigurinn í kvöld hefur Solna 36 stig í 4. sæti deildarinnar.
 
Sundsvall mætti Plannja á útivelli og máttu sætta sig við 80-68 ósigur. Jakob Örn var stigahæstur í liði Sundsvall með 17 stig, 3 stoðsendingar, 2 fráköst og 2 stolna bolta. Með sigrinum náði Plannja fjögurra stiga forskoti á Sundsvall sem eru nú í 3. sæti deildarinnar með 36 stig, Plannja hefur 40 stig í 2. sæti og á toppnum tróna liðsmenn Norrköping með 42 stig.
 
Ljósmynd/ Helgi Már og Solna jöfnuðu Sundsvall að stigum í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -