spot_img
HomeFréttirSigur hjá Solna en Sundsvall lá heima

Sigur hjá Solna en Sundsvall lá heima

 
Íslendingaliðin Solna Vikings og Sundsvall Dragons léku í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Logi og félagar höfðu sigur á botnliði ecoÖrebro en Sundsvall Dragons lágu heima í toppslag á móti Södertalje Kings.
Sundsvall tapaði naumlega gegn Södertalje Kings 83-89 á heimavelli þar sem Hlynur Bæringsson gerði 16 stig og tók 15 fráköst en Jakob Örn Sigurðarson var með 6 stig og 4 stoðsendingar.
 
Logi Gunnarsson var stigahæstur í sigurliði Solna með 24 stig, 2 fráköst og 2 stolna bolta. Eftir leiki kvöldsins er Sundsvall í 4. sæti deildarinnar með 8 stig líkt og Solna sem komust með sigrinum á ecoÖrebro upp í 6. sætið.
 
Ljósmynd/ Logi Gunnarsson var stigahæstur í sigurliði Solna í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -