Tómas Heiðar Tómasson og Ægir Þór Steinarsson fögnuðu sigri í síðasta leik Newberry háskólans í Bandaríkjunum fyrir jól þegar liðið lagði Coker skólann á heimavelli 92-88. Ægir Þór var í byrjunarliðinu og gerði 3 stig í leiknum.
Ægir lék í samtals 18 mínútur í leiknum og skoraði eins og áður segir 3 stig, tók 2 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Tómas kom inn af bekknum og lék í 17 mínútur og skoraði 5 stig og tók 2 fráköst.
Í heildina eru Newberry 6-3 en í South Atlantic riðlinum er liðið 1-1 en leikurinn gegn Coker var ekki í riðlakeppni NCAA. Strákarnir fara aftur af stað strax þann 4. janúar og leika þá sinn þriðja leik í SAC riðlinum þegar þeir mæta Mars Hill á útivelli.
Mynd/ Ægir Þór er mættur í úlfagallann