spot_img
HomeFréttirSigur hjá Maríu og UTPA í fyrsta leik

Sigur hjá Maríu og UTPA í fyrsta leik

 
Vertíðin hófst um helgina hjá Maríu Ben Erlingsdóttur og félögum í bandaríska háskólaliðinu UTPA. Sigur var það í þessum opnunarleik gegn Our Lady of the Lake skólanum. María var í byrjunarliðinu og skoraði 7 stig.
María lék í 33 mínútur í leiknum og skoraði 7 stig eins og áður segir, hún var einnig með tvö varin skot, frákast og stoðsendingu. Stigahæst í liði UTPA var CeMonay Newell með 23 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -