Guðni Heiðar Valentínusson gerði 2 stig í gær þegar Bakken Bears hafði öruggan 68-83 útisigur gegn SISU. Með sigrinum styrktu Bakken stöðu sína í 2. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 10 leiki en á toppnum eru Svendborg Rabbits með 18 stig eftir 9 leiki, eina taplausa lið deildarinnar.
Guðni lék í 11 mínútur í leiknum í gær og skoraði 2 stig og tók 2 fráköst. Í kvöld verður svo Magnús Þór Gunnarsson í eldlínunni með Aabyhoj þegar liðið tekur á móti Team FOG Næstved.