Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson fögnuðu báðir sigri í gær þegar umferð var leikinn í sænsku úrvalsdeildinni. Hlynur og félagar í Sundsvall sigruðu lið Nassjo með 88 stigum gegn 77. Hlynur að venju í byrjunarliði Sundsvall spilaði heilar 39 mínútur í leiknum og setti 20 stig og hirti 12 fráköst.
Jakob Sigurðarson og hans lið Boras sigruðu lið Uppsala 92:78 þar sem að Jakob setti niður 16 stig og tók 3 fráköst. Jakob er sem stendur 6. stigahæstur í deildinni með 17 stig á leik.
Lið Boras er í öðru sæti deildarinnar með 5 sigra og 1 tap en Sundsvall eru um miðja deild í 5. sæti með 3 sigra og 2 töp.