Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao höfðu betur gegn Valencia í ACB deildinni á Spáni í dag, 93-78.
Tryggvi Snær lék tæpa 21 mínútu í leiknum og skilaði á þeim sex stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu, en hann var með bestu +/- tölfræði liðsins í sigrinum, þar sem Bilbao vann þær mínútur sem hann spilaði með 19 stigum.
Eftir leikinn eru Bilbæingar í 12. sæti deildarinnar með átta sigra og þrettán töp það sem af er tímabili, en þeir eru fjórum sigurleikjum fyrir neðan Manresa sem eru í 8. og síðasta úrslitakeppnissætinu.