Undir 16 ára lið drengja leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Sarajevo í Bosníu. Í kvöld sigraði liðið sinn fimmta leik á mótinu gegn Kýpur, 88-78, og er því komið með fjóra sigurleiki og aðeins einn tapaðan þegar riðlakeppninni er lokið.
Leikurinn var ansi jafn í kvöld og skiptust liðin á forystunni. Þegar lítið var eftir leit allt út fyrir sigur Íslands en Kýpverjum tókst að jafna með ótrúlegri þriggja stiga körfu í lok venjulegs leiktíma. Framlengingu þurfti því til að skilja á milli liðanna þar sem Ísland hafði mun betur og var lokastaða 88-78.
Gabríel Douane Boama var maður leiksins en hann endaði með 9 stig og 4 fráköst en hann fór algjörlega hamförum í framlenginunni. Friðrik Anton Jónsson var stigahæstur með 11 stig og 8 fráköst.
Með sigrinum er liðið því komið í 8 liða úrslit mótsins, sem fram fara á fimmtudag. Liðið fær því frídag á morgun en mætir heimamönnum í Bosníu á fimmtudag kl 16:45 að Íslenskum tíma.
Viðtal: