spot_img
HomeFréttirSigur gegn Dönum

Sigur gegn Dönum

 
A-landslið Íslands vann í kvöld sinn fyrsta sigur á Norðurlandamótinu þegar liðið lagði Dani 85-76. Logi Gunnarsson leikmaður Solna Vikings í Svíþjóð var stigahæstur í íslenska liðinu með 24 stig. Þá á íslenska liðið aðeins eftir að leika gegn Norðmönnum sem í dag töpuðu 96-51 gegn Finnum.
Jakob Sigurðarsson var annar í röðinni á eftir Loga með 14 stig og Helgi Magnússon bætti við 13 stigum. Íslenska liðið á frí á morgun og svo á miðvikudag er leikið gegn Norðmönnum kl. 16:00 að íslenskum tíma.
 
Mynd/ Logi Gunnarsson gerði 24 stig í sigrinum gegn Dönum í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -