spot_img
HomeFréttirSigur gegn Belgum

Sigur gegn Belgum

{mosimage}

 

(Logi, Magnús og Helgi á fjölmiðlafundi fyrir skemmstu) 

 

Logi Gunnarsson gerði 27 stig í kvöld þegar íslenska landsliðið lagði Belga að velli 92-88 á æfingamóti í Hollandi. Belgar leika sem A-þjóð en Ísland er í hópi B-þjóða og sigurinn því gott veganesti í Evrópukeppnina í september.

 

Magnús Þór Gunnarsson gerði 26 stig í leiknum og var vítanýting Loga og Magnúsar glæsileg en Logi setti niður 10 af 11 vítum en Magnús hitti úr öllum níu vítunum sínum.

 

Íslenska liðið leiddi leikinn með 5-8 stiga mun allan tímann og hafði að lokum fjögurra stiga sigur. Jakob Sigurðarson gerði 11 stig, Jón Arnór Stefánsson kom til Hollands frá Spáni í dag og gerði 10 stig á 19 mínútum. Hlynur Bæringsson og Fannar Ólafsson voru drjúgir í fráköstunum og þá áttu þeir Egill Jónasson, Helgi Magnússon og Friðrik Erlendur Stefánsson einnig góðan leik.

Fréttir
- Auglýsing -