spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSigur á Þór Akureyri og annað sætið tryggt

Sigur á Þór Akureyri og annað sætið tryggt

Lokaumferð 1. deildar karla fór fram í kvöld. 6 leikir voru spilaðir og það var töluvert í húfi hjá mörgum liðum. Ármann fékk Þór Akureyri í heimsókn í Laugardalshöllina. Ármann þurfti sigur til að tryggja annað sætið og þar með heimaleikjarétt í gegnum úrslitakeppnina en Þórsarar voru fastir í 6. sætinu.

Leikurinn var hin besta skemmtun. Bæði lið spiluðu flottan sóknarleik og hittu vel. Stigaskorið dreifðist ágætlega hjá Ármanni en Jaxson Baker var stigahæstur með 28 stig, hann hitt mjög vel og var með 40 framlagspunkta í leiknum. Arnaldur Grímsson skoraði 25 stig og tók 8 fráköst og Cedric Bowen var með 21 stig og 8 stoðsendingar.

Hjá Þór var Tim Dalger sjóðheitur. Hann skoraði 30 stig í fyrri hálfleik og var kominn með 42 stig eftir þrjá leikhluta en hvíldi svo allan fjórða leikhlutann. Þórsarar héldu þó áfram að hitta vel í fjórða leikhluta enda með marga spræka stráka í liðinu.

ValurKári

Ármann sigldi fram úr í seinni hálfleik og lönduðu 22 stiga sigri í skemmtilegum leik. Það var flott stemning í Höllinni í kvöld og leikmenn og áhorfendur skemmtu sér vel. Lokatölur 124-102.

Lokastaðan í deildinni er þá svona:

ÍA eru deildarmeistarar og fara beint upp í Bónus deildina en lið 2-9 munu kljást um sigur í 8-liða úrslitakeppni þar sem þarf að sigra 3 leiki til að komast áfram. Það var því mjög mikilvægt að ná heimaleikjaréttinum með sigrinum í kvöld.

Liðin sem mætast í fyrstu umferð eru:

Ármann (2) – Selfoss (9)

Hamar (3) – Snæfell (8)

Sindri (4) – Breiðablik (7)

Fjölnir (5) – Þór Akureyri (6)

Það verður spennandi að fylgjast með öllum þessum viðureignum enda hefur 1. deildin verið mjög spennandi í vetur og öll liðin þar góð. Liðin fá góðan tíma til að undirbúa sig því næst á dagskrá er VÍS bikarkeppnin og svo hefst úrslitakeppnin 28. mars.

Fréttir
- Auglýsing -