spot_img
HomeFréttirSigur á Póllandi og efstir í riðlinum

Sigur á Póllandi og efstir í riðlinum

Íslenska u20 landsliðið vann í gær Pólverja í síðasta leik riðlakeppni evrópumóts U20 liða í Grikklandi. Lokastaðan var 62-60 í æsispennandi leik.

 

Íslensku strákarnir voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en pólverjar gáfu ekki tommu eftir og önduðu í hálsmálið á Íslandi allan tímann. 

 

Pólland komst fyrst yfir í byrjun fjórða leikhluta og var munurinn úr fjórðunginn aldrei meiri en fjögur stig. Æsilegar lokamínútur þar sem vítaskot Hjálmars Stefánssonar tryggja sigurinn þegar 6 sekúndur eru eftir. 

 

Sigurinn þýðir að Ísland vann þennan ógnarsterka riðil sinn og spilar því um sæti 1-8 í keppninni. Andstæðingar okkar í átta liða úrslitum er Georgía og fer leikurinn fram á föstudaginn.

 

Jón Axel Guðmundsson var atkvæðamestur með 16 stig, 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Einnig var Kristinn Pálsson sterkur með 10 fráköst og 8 stig.

 

Fögnuð liðsins má sjá á Snapchati reikningi okkar: karfan.is. Sýnishorn má sjá hér að neðan.

 

 

Tölfræði leiksins

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -