spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSigtryggur Arnar skrifar undir hjá Grindavík í dag

Sigtryggur Arnar skrifar undir hjá Grindavík í dag

Sigtryggur Arnar Björnsson mun skrifa undir hjá Grindavík í dag eftir viðræður síðustu daga. Hann kvaddi stuðningsmenn Tindastóls í gær eftir orðróm síðustu daga um að hann væri á leið annað. Frá þessu greinir mbl.is í dag. 

 

Arnar var með 19,4 stig, 4 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í 26 leikjum á síðustu leiktíð með Tindastól. Sauðkrækingar urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn í sögunni á nýliðnu tímabili og var Arnar hluti af því. Arnar var valinn í A-landsliðið á leiktímabilinu en meiðsli komu í veg fyrir að hann tæki þátt í þeim glugga sem nú er nýlokið.

 

Í samtali við mbl segir Arnar að breytingarnar á liði Tindastóls spili inní. „Það voru ákveðnar breyt­ing­ar á liðinu á meðan ég vildi að sama lið frá því á síðustu leiktíð fengi annað tæki­færi til að vinna báða titl­ana," 

 

Samkvæmt heimildum Karfan.is munu Grindavík, Stjarnan og Skallagrímur hafa sýnt Arnari mestan áhuga og rætt við hann síðustu daga. Eftir fund Arnars og Grindavíkur í gær hafi hann ákveðið að semja við félagið og skrifar hann undir samning í dag. Samningurinn við Grindavík er til eins árs. 

 

Miklar breytingar eru á liði Grindavíkur frá síðustu leiktíð. Dagur Kár, Ingvi Þór, Ómar Örn og Þorsteinn Finnboga hafa allir yfirgefið liðið og þá er ólíklegt að Sigurður Þorsteinsson snúi aftur. Á móti hefur liðið fengið þá Hlyn Hreinsson og Nökkva Harðarson til liðsins auk þess sem efnilegir leikmenn hafa endurnýjað samninga sína hjá liðinu.

Fréttir
- Auglýsing -