Sigtryggur Arnar Björnsson, fyrrum leikmaður Tindastóls og Breiðabliks, er á leið í Skallagrím og hyggst leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Sigtryggur hefur undanfarið alið manninn erlendis við nám og leikið körfuknattleik jafnframt með skólaliði sínu, St. Mary´s í Kanada. Frá þessu er greint á Skallagrímur.is.
Á heimasíðu Borgnesinga segir ennfremur:
Sigtryggur er fæddur árið 1993 og lék með yngri landsliðum Íslands. Við bjóðum Sigtrygg sem er örvhentur leikstjórnandi velkominn í Skallagrím.
Mynd/ Sigtryggur Arnar í leik með St. Mary´s á síðasta tímabili.