spot_img
HomeFréttirSigrún Sjöfn semur við Skallagrím

Sigrún Sjöfn semur við Skallagrím

Landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er komin heim eins og þeir segja en hún segir nú skilið við Grindavík og er komin í raðir nýliða Skallagríms fyrir átökin í Domino´s-deild kvenna á næstu leiktíð.

Sigrún sem samdi við Skallagrím á dögunum hefur verið á meðal fremstu körfuknattleikskvenna landsins síðustu ár en á síðustu leiktíð var hún með 11,8 stig, 8,7 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í Grindavík.

Mynd/ Sigrún í leik með A-landsliði Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -