Landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er komin heim eins og þeir segja en hún segir nú skilið við Grindavík og er komin í raðir nýliða Skallagríms fyrir átökin í Domino´s-deild kvenna á næstu leiktíð.
Sigrún sem samdi við Skallagrím á dögunum hefur verið á meðal fremstu körfuknattleikskvenna landsins síðustu ár en á síðustu leiktíð var hún með 11,8 stig, 8,7 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í Grindavík.
Mynd/ Sigrún í leik með A-landsliði Íslands.