Dominos deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.
Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Nú er komið að Borgnesingum.
Skallagrímur
Borgnesingar virðast hafa fest sig í sessi í efstu deild kvenna eftir tvö góð tímabil þar sem liðið komst í undanúrslit. Liðið er gjörbreytt á komandi tímabili og þurfa að treysta á erlenda leikmenn. Mörgum spurningum er enn ósvarað um lið Skallagríms en það virðist góð stemmning í liðinu fyrir komandi átökum.
Spá KKÍ: 5. sæti
Lokastaða á síðustu leiktíð: 4. sæti
Þjálfari liðsins: Ari Gunnarsson
Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Það er ekki mikið um unga leikmenn sem gætu fengið tækifæri í vetur en Sigrún er reynslumikill leikmaður og gæti orðið einn albeti leikmaður deildarinnar. Skallarnir þurfa á frábæru tímabili að halda frá Sigrúnu og því spennandi að fylgjast með því.
Komnar og farnar:
Komnar:
Karen Dögg Vilhjálmsdóttur frá Njarðvík
Bryeasha Blair frá South Carolina State
Maja Michalska frá Southeastern University (USA)
Shequila Joseph frá Fassi Edelweiss Albino (Ítalíu)
Ines Kerin frá Eveil Garnachois Basket Vendée (Frakkland)
Farnar:
Jóhanna Björk Sveinsdóttir til Stjörnunnar
Carmen Tyson-Thomas til Ástralíu
Sólrún Sæmundsdóttir til Stjörnunnar
Fanney Lind Thomas hætt
Bríet Líf Sigurðardóttir til Hauka
Jeanne Lois Figueroa Sicat óljóst
Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir hætt
Sunna Þórarinsdóttir óljóst
Viðtal við Sigrúnu Sjöfn um komandi tímabil