Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fer vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni með Norrköping Dolphins en liðið lagði Solna örugglega í sínum fyrsta mótsleik í gær. Lokatölur voru 82-64 Norrköping í vil.
Sigrún Sjöfn var í byrjunarliðinu og á þeim 33 mínútum sem hún spilaði skellti hún niður 21 stigi, tók 9 fráköst og var með tvo stolna bolta. Johanna kallman var stigahæst hjá Norrköping með 24 stig.