Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs lögðu í kvöld lið Austin Peay Lady Govs í spennandi leik í háskólaboltanum í Bandaríkjunum, 65-64. Mocs eftir leikinn búnar að vinna tvo leiki en tapa þremur það sem af er tímabili.
Sigrún lék 15 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hún 4 stigum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta. Næst leikur liðið föstudaginn 18. desember gegn Eastern Kentucky Colonels.
Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfu leiksins: