spot_img
HomeFréttirSigrún Björg og Chattanooga töpuðu seinni leiknum gegn Furman

Sigrún Björg og Chattanooga töpuðu seinni leiknum gegn Furman

Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs töpuðu seinni leik sínum gegn Furman Lady Paladins í bandaríska háskólaboltanum, 46-52. Þann fyrri höfðu þær unnið nokkuð örugglega nú um helgina, 68-56. Með tapinu endaði fimm leikja sigurganga Mocs, en það sem af er tímabili hafa þær unnið sjö leiki og tapað fimm.

Á 27 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Sigrún Björg tveimur stigum, átta fráköstum, tveimur stoðsendingum og tveimur stolnum boltum. Næsti leikur Mocs er gegn Samford Bulldogs þann 22. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -