spot_img
HomeFréttirSigrún Björg og Chattanooga Mocs unnu sinn fimmta leik í röð

Sigrún Björg og Chattanooga Mocs unnu sinn fimmta leik í röð

Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs lögðu í nótt lið Furman Lady Paladins í bandaríska háskólaboltanum, 68-56. Mocs eftir leikinn búnar að vinna sjö leiki en tapa fjórum það sem af er tímabili.

Sigrún Björg var í byrjunarliði Mocs og lék 24 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hún fjórum stigum, þremur fráköstum og tveimur stoðsendingum. Chattaonnoga og Furman mætast í annað skipti annað kvöld sunnudag 17. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -