Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs unnu í kvöld lið Samford Bulldogs í bandaríska háskólaboltanum, 57-70. Mocs það sem af er tímabili unnið sjö leiki og tapað fimm, en þær sitja í fimmta sæti Southern deildarinnar á meðan að Bulldogs eru í því fyrsta.
Sigrún Björg var í byrjunarliði Mocs í kvöld og skilaði 4 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum í leiknum. Næsti leikur Mocs er gegn Mercer Bears þann 29. janúar.