spot_img
HomeFréttirSigrún Björg og Chattanooga Mocs lágu fyrir Troy Trojans í kvöld

Sigrún Björg og Chattanooga Mocs lágu fyrir Troy Trojans í kvöld

Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs töpuðu í kvöld fyrir Troy Trojans í bandaríska háskólaboltanum, 74-95. Mocs leita því enn að fyrsta sigurleik vetrarins, en liðið hefur tapað tveimur og einum leik þeirra var frestað.

Sigrún Björg var í byrjunarliði Mocs í kvöld og lék 29 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hún 5 stigum, 3 stoðsendingum og frákasti. Næst leikur liðið komandi föstudag gegn Tennessee Tech Golden Eagles.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -