spot_img
HomeFréttirSigrún Björg með 12 stig í sigri Chattanooga

Sigrún Björg með 12 stig í sigri Chattanooga

Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs lögðu í kvöld lið Mercer Bears í bandaríska háskólaboltanum, 69-60. Leikurinn sá annar sem liðið leikur við Bears nú um helgina, en þeim fyrri töpuðu Mocs með átta sigum, 42-50.

Sigrún Björg lék mest allra í liði Chattanooga í leik kvöldsins, 40 mínútur. Á þeim skilaði hún 12 stigum, frákasti, stoðsendingu og stolnum bolta, en hún var næst stigahæsti leikmaður liðsins. Næsti leikur Mocs er 5. febrúar gegn Wofford Terriers.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -