spot_img
HomeFréttirSigrún Björg drjúg fyrir Mocs í framlengdum sigri á Georgia State Panthers

Sigrún Björg drjúg fyrir Mocs í framlengdum sigri á Georgia State Panthers

Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs lögðu Georgia State Panthers í kvöld í bandaríska háskólaboltanum eftir framlengdan leik, 73-70. Mocs eftir leikinn með fjóra unna og fjóra tapaða leiki það sem af er tímabili.

Sigrún Björg var atkvæðamikil í leik kvöldsins. Á 40 mínútum spiluðum skilaði hún 13 stigum, 8 fráköstum, 6 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Síðasti leikur Mocs á árinu er gegn North Alabama Lions þann 29. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -