spot_img
HomeFréttirSigruðu þrátt fyrir slæman leik lykilmanna

Sigruðu þrátt fyrir slæman leik lykilmanna

08:39:40
Texasliðin Dallas og San Antonio unnu leiki sína í NBA í nótt. Einungis tveir leikir fóru fram þar sem San Antonio lagði Clippers og Dallas vann NY Knicks. Báðir sigrarnir voru temmilega þægilegir, en athygli vekur að í báðum sigurliðunum voru lykilmennirnir algjörlega á hælunum.

Hjá Dallas var Dirk Nowitzki aðeins með 10 stig og hjá San Antonio var Tim Duncan með einungis 8 stig.

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -