spot_img
HomeFréttirSigrar hjá Sundsvall og Norrköping í gær

Sigrar hjá Sundsvall og Norrköping í gær

Fimm leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þar sem Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins unnu bæði örugga sigra. Sundsvall rassskellti Jamtland, gamla lið Brynjars Þórs Björnssonar, og Norrköping lagði Boras heima.
 
Sundsvall 106-78 Jamtland Basket
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur hjá Sundsvall með 18 stig, 1 frákst og 1 stoðsendingu. Hlynur Bæringsson bætti svo við 11 stigum og 5 fráköstum en fimm leikmenn Sundsvall gerðu 11 stig eða meira í leiknum.
 
Norrköping 96-79 Boras Basket
Pavel Ermolinski var ekki í byrjunarliði Norrköping í leiknum en var þó stigahæstur með 18 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og fékk 31 stig í framlag fyrir vikið. Nýtingin hjá Pavel var til fyrirmyndar, ekkert ,,swing and a miss” í þetta skiptið heldur setti hann 3 af 5 í teignum, 2 af 2 þristum og öll sex vítin sín.
 
Sundsvall er í 3. sæti deildarinnar með fjóra sigra og tvo tapleiki en Norrköping er í 7. sæti með þrjá sigra og þrjú töp.
 
Nr Lag V/F Poäng
1. Södertälje Kings 5/1 10
2. Borås Basket 5/1 10
3. Sundsvall Dragons 4/2 8
4. Solna Vikings 4/1 8
5. 08 Stockholm HR 3/3 6
6. Uppsala Basket 3/2 6
7. Norrköping Dolphins 3/3 6
8. LF Basket 3/3 6
9. Jämtland Basket 2/4 4
10. Stockholm Eagles 2/4 4
11. ecoÖrebro 1/5 2
12. KFUM Nässjö 0/6 0
 
Fréttir
- Auglýsing -