spot_img
HomeFréttirSigrar hjá Loga og Helga: Solna vann í framlengingu

Sigrar hjá Loga og Helga: Solna vann í framlengingu

 
Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon höfðu góða sigra á heimavelli með liðum sínum Solna Vikings og Uppsala Basket.
Solna 112-108 LF Basket
Hér var um framlengda spennuviðureign að ræða þar sem Logi Gunnarsson gerði 20 stig, tók 8 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum í liði Solna.
 
Uppsala 104-79 Boras
Helgi Már lék í rúmar 20 mínútur í liði Uppsala í kvöld og tók ekki stakt skot á körfuna. Helgi var þó með 3 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta.
 
Eftir leiki kvöldsins eru Uppsala og Solna bæði með 30 stig í 5.-6 sæti deildarinnar en Uppsala á leik til góða gegn Solna og hefur betur innbyrðis.
 
Mynd/ Logi Gunnarsson og Solna Vikings lögðu LF Basket eftir framlengdan leik í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -