Stórlið Boston Celtics og LA Lakers unnu bæði leiki sína í NBA í nótt, Lakers unnu Indiana Pacers og Celtics unnu Detroit Pistons.
Það var nýjasti leikmaður Boston, troðslukóngurinn smávaxni Nate Robinson, sem leiddi þá til sigurs, með 14 stig af bekknum þegar útlit var fyrir að Detroit ætluðu að landa sigri. Detroit hefur nú tapað fjórum leikjum í röð eftir að hafa leitt í fjórða leikhluta í þeim öllum.
Pacers héldu sér inni í leiknum gegn Lakers fram í þriðja leikhluta þegar meistararnir mættu í vinnuna og gengu frá þeim. Eftirleikurinn var auðveldur þar sem flestir byrjunarliðsmennirnir fengu að hvíla á lokasprettinum. Pacers hafa nú tapað öllum 14 leikjum sínum í Staples Center frá upphafi.
Úrslit næturinnar/Tölfræði og video:
Detroit 100 Boston 105
Miami 110 Golden State 106
Oklahoma City 113 Sacramento 107
LA Lakers 122 Indiana 99