spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSigný spáir í fimmtu umferð Dominos deildar kvenna

Signý spáir í fimmtu umferð Dominos deildar kvenna

Í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verða fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhver allt annar.

Fimmta umferð Dominos deildar kvenna fer fram í kvöld með fjórum leikjum. Ljóst er að gríðarlega litlu munar á milli liðana enda einungis tvö stig á milli fyrsta og sjöunda sætisins.

Spámaður vikunnar er Signý Hermannsdóttir fyrrum landsliðskona og leikmaður Vals, ÍS og KR.

________________________________________________________________________

Stjarnan – Haukar

Stjarnan vinnur Íslandsmeistarana á breiddinni. Haukar koma samt með góðan leik eins og alltaf. Þetta verður leikur varnanna og minna skorað en vanalega hjá þessum liðum.

Lokatölur: 60- 56

Keflavík – Valur

Því miður fyrir Valsarana mína þá spái ég Keflavík sigri í þessum leik. Brittany allt í öllu í Kef leiðir sitt lið til sigurs.

Lokatölur : 77 – 67

Snæfell – Skallagrímur

Slagurinn um Vesturlandið kemur alltaf með eitthvað extra og ég held að þessi verði naglbítur. Sigurinn fellur Snæfellsmegin því þær eru á heimavelli og Kristen veit hvar fjölin hennar er þar.

Lokatölur: 72 – 69

Breiðablik – KR

Nýliðar KR byrja mótið af krafti meðan Breiðablik er ennþá að leita að sýnum fyrsta sigri. Spái því ekki að þær finni hann í þessum leik, KR vinnur jafnan og spennandi leik í Smáranum.

Lokatölur: 59 – 65

Spámenn tímabilsins: 

  1. umferð – Anna María Sveinsdóttir (1 réttur)
  2. umferð – Elín Sóley Hrafnkelsdóttir (1 réttur)
Fréttir
- Auglýsing -