09:03
{mosimage}
(Röndótt á næstu leiktíð)
Landsliðsmiðherjinn Signý Hermannsdóttir hefur ákveðið að leika með Subwaybikarmeisturum KR á næstu leiktíð og er því á förum frá Hlíðarenda. Signý var á lokahófi KKÍ valin besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna á síðustu leiktíð og því ljóst að KR verður ansi vel mannað næsta vetur. Karfan.is náði tali af Signýju svona í morgunsárið en hún taldi að nú væri rétti tímapunkturinn að breyta til.
,,Það voru bara Valur og KR sem voru inni í myndinni,“ sagði Signý en á hún von á því að körfuknattleiksáhugamenn fari nú í maí að spá KR strax mikilli velgengni á næstu leiktíð?
,,Mögulega gæti það gerst, liðinu vantaði leikmann í mína stöðu og nú verður KR mjög vel mannað,“ sagði Signý sem aðeins hefur leikið með ÍS eða Val á sínum ferli. Signý skipti yfir í ÍS eftir að Valur lagði niður kvennaliðið sitt árið 1996.
,,Ég kveð með söknuði en finnst þetta rétt ákvörðun fyrir mig og óska Val alls hins besta,“ sagði Signý en hvað kemur hún með í Vesturbæinn?
,,Ég hef reynslu fram að færa í liðinu og held bara áfram að gera það sem ég geri á vellinum,“ sagði Signý sem var með 19,1 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð, 14,9 fráköst, 6,0 varin skot og 3,8 stoðsendingar.