spot_img
HomeFréttirSigmundur og Leifur sæmdir gullmerki KKÍ

Sigmundur og Leifur sæmdir gullmerki KKÍ

Þessa stundina fer fram leikur Ísland og Belgíu í forkeppni undankeppni Eurobasket 2021. Réttur áður en leikur hófst var dómurunum Leifi Garðarssyni og Sigmundi Má Herbertssyni veitt gullmerki KKÍ.

Þeir félagar dæmdu sína síðustu leiki á vegum FIBA en samkvæmt reglum FIBA þurfa alþjóðlegir dómarar að hætta að dæma á erlendum vettfangi við 50 ára aldur.

Leifur hóf FIBA feril sinn árið 1993 en Sigmundur árið 2003. Við þessi tímamót ákvað stjórn KKÍ að sæma þá Sigmund og Leif gullmerki sambandsins fyrir þeirra framlag til körfuknattleiks á Íslandi.

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir varaformaður KKÍ og Jón Bender formaður dómaranefndar KKÍ sæmdu þeim félögum gullmerkið rétt fyrir leik.

Mynd/ KKÍ.

Fréttir
- Auglýsing -