spot_img
HomeFréttirSiggi með hörku frammistöðu í fyrsta leik

Siggi með hörku frammistöðu í fyrsta leik

Miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór mikinn með AE Larissas í fyrsta leik í næstefstu deild í Grikklandi um helgina. AE Larissa tók þá á móti Amyntas Dafnis og höfðu 68-63 sigur á gestum sínum.

Siggi var í byrjunarliðinu og gerði 20 stig á 35 mínútum, var 7-12 í teignum og 1-2 í þristum, tók 5 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum. Svona á að byrja þetta! 

Næsti deildarleikur í A2 deildinni í Grikklandi hjá AE Larissas er á útivelli þann 15. október þegar liðið mætir Holargos sem lá 84-70 gegn Iraklis í fyrstu umferð.

Svipmyndir úr viðureign Larissas og Amyntas

 

Fréttir
- Auglýsing -