Ísland varð í gærkvöldi síðasta þjóðin til þess að tryggja sig inn á lokamót EuroBasket 2025.
Lokamótið mun rúll af stað í fjórum löndum í lok ágúst, Lettlandi, Finnlandi, Póllandi og á Kýpur. Hvar Ísland mun leika mun koma fram í lok mars þegar dregið verður í riðla keppninnar.
Með sigri sínum gegn Tyrklandi í gær tryggði Ísland sér 2. sætið í sínum riðil og urðu þeir þar með síðasta þjóðin til að tryggja sig inn á lokamótið. Fyrr um kvöldið höfðu Þýskaland, Svartfjallaland og Svíþjóð öll tryggt sig áfram.
Síðasti leikdagur undankeppninnar er í dag, en fyrir þá leiki sem fara fram er ráðið hvaða lið fara áfram á lokamótið í þeim riðlum sem leikið er í.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða þjóðir það verða sem verða með á lokamótinu:
Slóvenía, Ísrael, Ítalía, Tyrkland, Serbía, Portúgal, Spánn, Belgía, Bosnía, Frakkland, Bretland, Tékkland, Grikkland, Georgía og Eistland, Þýskaland, Svartfjallaland, Svíþjóð og Litháen hafa öll tryggt sér þátttökurétt í gegnum undankeppnina. Þá hafa Pólland, Finnland, Lettland og Kýpur tryggt þátttökurétt sinn sem þjóðirnar sem halda mótið.