spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Síðasti leikur landsliðsfyrirliðans á fimmtudaginn

Síðasti leikur landsliðsfyrirliðans á fimmtudaginn

Landsliðsfyrirliði Íslands, Hlynur Bæringsson, mun leika sinn síðasta leik fyrir liðið er það mætir Portúgal á fimmtudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Ferill Hlyns með landsliðinu hófst um aldamótin, en síðan þá hefur hann leikið 124 leiki með liðinu.

Hlynur að sjálfsögðu ekki sá eini sem hættir, en Jón Arnór Stefánsson mun einnig segja skilið við liðið eftir leikinn á fimmtudaginn. Ljóst er því að um tvöfalda kveðjustund verður að ræða, þar sem stuðningsmenn íslenska liðsins fá einstakt tækifæri til þess að sjá tvo af allra bestu leikmönnum liðsins frá upphafi í síðasta skiptið.

 

Fréttir
- Auglýsing -