Síðasti séns til að skrá lið til leiks á Pollamót Þórs í Körfuknattleik er sunnudagurinn 25. september. Mótið sem haldið verður laugardaginn 1. október í Íþróttahöllinn á Akureyri verður það stærsta og glæsilegasta til þessa en keppt verður í þremur flokkum: karlar 25 til 39 ára; karlar 40 ára og eldri og konur 20 ára og eldri. Þeir sem eru áhugasamir um að skrá lið til leiks er bent á að hafa STRAX samband við mótsnefnd með því að senda tölvupóst á [email protected].
Athugið að „Free agents“ (leikmenn án liða) geta einnig sent okkur tölvupóst á [email protected] fram að móti og við reynum eftir fremsta megni að koma viðkomandi í lið sem vantar auka mannskap.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á [email protected]. Mótsgjald er 25.000 kr. á lið (þar af 10.000 kr. staðfestingargjald).
Mótið hefst kl. 9:00 og verður spilað fram til kl. 19:00. Bryddað upp á þeirri nýjung að DJ MeisDarri mun þeyta skífum seinnipart móts til að ná upp hámarksstemningu. Að móti loknu verður boðið upp á veglegt grillhlaðborð á góðu verði þar sem meistarakokkurinn Þórður Vilhelm Steindórsson galdrar fram dýrindis mat frá Kjarnafæði Norðlenska (s.s. lamba ribeye, kjúklingalæri o.sfrv.) og alvöru kvöldskemmtun þar sem m.a. Villi vandræðaskáld treður upp.
Grillhlaðborðið kostar 3900 kr. á mann (sem er gjöf en ekki gjald) og reiknar mótsnefndin að öll liðin mæti í matinn (til að áætla magn) nema að mótsnefnd sé tilkynnt um annað.
Síðasta mót var frábær skemmtun og það er mikil tilhlökkun í mannskapnum.
Sjá frekari upplýsingar á Facebook síðu Pollamóts Þórs í körfuknattleik.