spot_img
HomeFréttirSíðasti dagur félagaskipta er 5. janúar

Síðasti dagur félagaskipta er 5. janúar

16:17 

{mosimage}

Í dag, 5. janúar, er síðasti dagur félagaskipta í meistaraflokki karla og kvenna. Skrifstofa KKÍ er opin til kl. 17:00 í dag, en einnig er hægt að senda beiðnir um félagaskipti á faxi til KKÍ til miðnættis. Faxnúmerið er 514 4101. 

Á netinu er hægt að nálgast félagaskiptaeyðublað undir; Um KKÍ og síðan Ýmis skjöl. Skjalið heitir yfirlýsing um félagaskipti. Á eyðublaðinu eru allar upplýsingar um hvernig greiða má fyrir félagaskiptin í banka. Umsóknir um félagaskipti eru ekki samþykktar nema greiðsla berist með umsókninni. 

Leikmenn yngri flokka geta skipt um félag þangað til í lok febrúar. Þá verður áfram hægt að sækja um leikheimild fyrir meistaraflokksleikmenn sem hafa ríkisfang utan Evrópu.  

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -