09:01
{mosimage}
Hið árlega Samkaupsmót í Reykjanesbæ fer fram dagana 7. og 8. mars næstkomandi en mótið er eitt það stærsta á landinu fyrir yngstu iðkendurna og er samstarfsverkefni barna- og unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur. Í ár fer mótið fram í 19. sinn en um og yfir 800 krakkar hafa sótt mótið undanfarin ár.
Auk þess að keppa í körfubolta verður heilmargt í boði fyrir krakkana en þar má nefna bíósýningu, kvöldvöku og hoppukastala í Reykjaneshöllinni.
Minnt er á að síðasta skráning á Samkaupsmótið er þann 27. febrúar næstkomandi.