Úrslitakeppni hefur verið haldin í efstu deild karla um Íslandsmeistaratitilinn síðan árið 1984. Síðan þá eru sigursælust Njarðvík og KR, hvort með ellefu titla, en Keflavík er rétt fyrir neðan þau með níu. Þá hefur Grindavík unnið þrjá og Haukar og Snæfell hvort einn.
Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni:
11 – Njarðvík og KR
9 – Keflavík
3 – Grindavík
1 – Haukar og Snæfell
Vegna Covid-19 faraldursins var keppni aflýst í Dominos deild karla þetta tímabilið. Stjarnan hafði ekki tryggt sér deildarmeistaratitilinn þegar að mótið var blásið af, en fengu hann þrátt fyrir að Keflavík gæti ennþá unnið hann. Þá var ákvörðun tekin um að enginn Íslandsmeistari yrði krýndur þetta árið. Það mun því vera í fyrsta skipti síðan árið 1983 sem að engin úrslitakeppni er haldin, en hér fyrir neðan má sjá aðra áhugaverða hluti sem gerðust eða einkenndu árið.
Ronald Reagan var leiðtogi hins frjálsa heims
Rás 2 hóf útsendingar
Nýtt Líf var frumsýnd
Michael Jackson kynnti „tunglgönguna“ til sögunnar
Kvótakerfið var samþykkt á Alþingi
Liverpool voru Englandmeistarar og Ian Rush markahæstur í deildinni
“Every Breath You Take” með The Police var vinsælasta lag ársins
Vilhjálmur Árnason varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins fæddist á Sauðárkróki
Aðeins 4.72 miljarðar bjuggu á Jörðinni
Philadelphia 76ers voru heimsmeistarar í NBA deildinni