Sigurbjörn Daði Dagbjartsson fékk Jóhannes Karl Sveinsson til þess að ræða leik Grindavíkur og ÍR sem fram fer komandi föstudag 5. febrúar kl. 18:15 í Hellinum í Breiðholti. Jóhannes er öllum hnútum kunnurgur í Breiðholtinu, lék með liðinu á sínum tíma, en hefur síðan að skórnir fóru á hilluna mikið verið í kringum félagið. Þá hefur hann einnig tengingar til Grindavíkur, þar sem hann bjó allt til 17 ára aldurs.
Sibbaspjall er aðgengilegt hér fyrir neðan bæði í hljóði, sem og í mynd, en þá er það einnig aðgengilegt á Podcast rás Körfunnar á Spotify, iTunes og öðrum forritum.