spot_img

Sherman til Þórs Þ

Þór Þorlákshöfn er á fullu að safna liði fyrir komandi átök í Dominos deild karla. Í dag samdi liðið við bandarískan leikmann og var það tilkynnt á Facebook síðu liðsins.

Þórsarar sömdu við 23 ára leikmann frá USA, Omar Sherman, 206 cm, kraftframherja.

Omar hóf háskólaferil sinn í University of Miami sem leikur í ACC riðli háskólaboltans. Næst lá leið hans í Loisiana Tech háskólann sem leikur í Conference USA riðlinum. Hann var byrjunarliðsmaður hjá Loisiana Tech og skilaði þar 11 stigum og 6 fráköstum að meðaltali. Omar sat svo úti eitt tímabil vegna meiðsla og kláraði svo skólaferil sinn hjá William Penn sem leikur í NAIA. Þar skilaði hann 16 stigum, 9 fráköstum, 1.5 vörðum skotum ásamt 2 stoðsendingum að meðaltali.

Fréttir
- Auglýsing -