spot_img
HomeFréttirSexframlengdur leikur í Ísrael

Sexframlengdur leikur í Ísrael

12:52

{mosimage}

Í síðustu viku gerðist sá sjaldséði atburður í körfuboltaleik í Ísrael að framlengja þurfti leik Ironi Asheklon og Hapoel Jerusalem sex sinnum. Leikar enduðu 151-146 fyrir Hapoel sem er í toppbaráttunni í ísraelsku deildinni en Asheklon er í botnsætinu. Leikurinn hófst klukkan 19:15 að staðartíma og lauk ekki fyrr en 2 tímum og 40 mínútum seinna eða klukkan 22:55. Þetta gera 70 leikmínútur og náði einn leikmanna Asheklon, Marcus Hatten, að spila í 65 mínútur. 

Þess má geta að Íslandsmetið eru fjórar framlengingar en það gerðist í leik Skallagríms og KFÍ 17. október 1999 og þann leik sigraði KFÍ 132-129. Mesta stigaskor í einum leik í úrvalsdeild á Íslandi er aftur á móti í leik Tindastóls og Hauka 16. október 1988 en þann leik unnu Haukar 141-134 eftir þrjár framlengingar.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -