spot_img
HomeFréttirSex í röð hjá Miami

Sex í röð hjá Miami

Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum NBA deildarinnar í nótt. Miami Heat vann sinn sjötta leik í röð í úrslitakeppninni og komst í 2-0 gegn Brooklyn og þá hafði San Antonio Spurs sigur á Portland og leiða strákarnir hans „Pop“ einvígið 2-0.
 
 
LeBron James gerði 22 stig fyrir Heat í 94-82 sigri gegn Brooklyn í nótt en nú færist einvígið yfir í stóra eplið. Fyrir einvígið var það mikið á milli tannanna á fólki að Nets hefðu sópað deildareinvígið gegn Heat 4-0 en það er ekki að sjá þessi dægrin að það skipti liðsmenn Heat nokkru einasta máli. Teletovic var svo stigahæstur í liði Nets með 20 stig.
 
Sjö liðsmenn Spurs gerðu 10 stig eða meira í 114-97 sigri á Portland í nótt. Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá Spurs með 20 stig en Tony Parker var með 16 stig og 10 stoðsendngar. Hjá Portland var Nicolas Batum með 21 stig og 9 fráköst.
 
Topp 5 tilþrif næturinnar:
 
Fréttir
- Auglýsing -