Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Chicago Bulls unnu sinn sjötta leik í röð og Kobe Bryant var sjóðheitur þegar hann skellti 39 stigum yfir Golden State Warriors í Staples Center.
Orlando 83-97 Chicago Bulls
Fjórir leikmenn Bulls tóku að sér stigaskorið í leiknum, Luol Deng og Derrick Rose með 21 stig, Carlos Boozer með 20 stig og Kyle Korver kom með 18 stig af bekknum, þar af setti hann 5 af 7 þristum sínum í leiknum. Hjá Magic var Dwight Howard með myndarlega tvennu, 28 stig og 15 fráköst.
LA Lakers 97-90 Golden State
Kobe Bryant setti 39 stig á Warriors, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Monta Ellis var atkvæðamestur stríðsmannanna með 18 stig og 10 stoðsendingar.
Önnur úrslit næsturinnar
Toronto 85-97 New Jersey
Philadelphia 96-73 Detroit
Washington 96-99 New York
Charlotte 96-102 Atlanta
Boston 74-87 Indiana
New Orleans 88-96 Denver
Oklahoma 109-94 Houston
Minnesota 87-98 Cleveland
Utah 94-85 Memphis
Phoenix 102-77 Portland
Mynd/ Kobe var heitur í nótt gegn Golden State