Serge Ibaka hefur skrifað undir 2 mánaða samning við Real Madrid og er því annar NBA leikmaðurinn sem semur við Real Madrid á meðan Verkbanninu stendur. Fyrir er Rudy Fernandez, leikmaður Portland Trailblazers. Serge IBaka er leikmaður Oklahoma Thunders og mun spila þar áfram þegar verkbanninu er lokið.
Serge Ibaka er miðherji, 206 cm að stærð, en hefur varið að meðaltali 2 skot á leik síðan hann byrjaði í NBA deildinni og mun vafalaust verja nokkur skot í þeirri spænsku. Ibaka hefur ekki aðeins verið duglegur að verja skot því hann skoraði einnig 10 stig að meðaltali og hefur hirt 7,6 fráköst á síðasta tímabili með Oklahoma Thunder. Það er því ljóst að Real Madrid hefur nú gríðarlega sterkt lið fyrir komandi átök í Spænsku deildinni og í Euroleague.