Kári Jónsson hlaut samkvæmt Ívar Ásgrímssyni þjálfara Hauka vægan heilahristing og hnykk á bakið sem hafa ollið svima hjá leikmanninum. Ívar staðfesti að Kári myndi ekki taka þátt í æfingum liðsins í dag en mögulega vera með á skotæfingu. Miðað við þessa lýsingu frá Ívar ætti samkvæmt flestum ráðum sérfræðinga Kári að hvíla í það minnsta eina viku. T.a.m hefur heilbrigðisnefnd KSÍ gefið út Leiðbeiningar / Ráðleggingar varðandi Heilahristing. Samkvæmt þeim ráðleggingum skal leikmaður aldrei snúa aftur á völlinn fyrr en í fyrsta lagi viku seinna að því gefnum að hann sé einkennalaus.