spot_img
HomeFréttirSerbía og Tyrkland komin áfram

Serbía og Tyrkland komin áfram

Serbar og Tyrkir tryggðu sér áðan sæti í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni. Serbar unnu öruggan 90-72 sigur á Grikklandi og Tyrkir mörðu Ástrali 65-64 í spennuslag. Nú stendur yfir viðureign nágrannanna Brasilíu og Argentínu þar sem Argentínumenn hafa 36-33 forystu þegar þetta er ritað.
 
 
Eins og stendur eru leikir 8-liða úrslitanna eftirfarandi:
 
Slóvenía-Bandaríkin
Litháen-Tyrkland
Frakkland-Spánn
Serbía – Brasilía eða Argentína
 
Tyrkir kláruðu Ástrali með þrist þegar fimm sekúndur lifðu leiks, Ástralir fengu leikhlé og séns til að stela sigrinum en Joe Ingles missti boltann um leið og leiktíminn rann út og Tyrkir fögnuðu sigri.
 
Mynd/ Tedosic og félagar í serbneska liðinu eru komnir í 8-liða úrslit.
  
Fréttir
- Auglýsing -