spot_img
HomeFréttirSerbar á heimleið

Serbar á heimleið

23:30

{mosimage}
(Yaniv Green átti stórleik fyrir Ísraela í dag)

Í dag var örlagadagur á Evrópumótinu á Spáni. Fjórar þjóðir þurfa nú að pakka saman og halda heima á leið. Þær þjóðir eru Serbar, Lettar, Tékkar og Pólverjar. Það verður að telja mjög óvænt að Serbar séu á heimleið en þeir hafa ekki endað svo neðarlega á EM síðan í fyrsta Evrópumóti þeirra 1947. Síðan þá hafa þeir unnið fjölda Evróputitla undir merkjum Júgóslavíu.

 

 

Það voru Ísraelar sem sigruðu Serba í dag 87-83 og tryggðu sig áfram flestum að óvörum en þeir tryggðu sér síðasta lausa sætið á mótinu nokkrum dögum fyrir mótið. Í hinum leik A riðils í dag sigruðu Rússar Evrópumeistara Grikkja 61-53 og tryggðu sér þar með sigur í riðlinum. Konstantinos Tsartsaris sem lék með Grindavík um árið var frákastahæstur Grikkja með 7 fráköst en hann og Utah Jazz leikmaðurinn Andrei Kirilenko börðust hart í dag og á köflum munaði minnstu að upp úr syði. 

Í B riðli kraumaði allt af spennu í dag. Lettar sem komu á óvart á mánudag með sigri á Króötum töpuðu fyrir Lettum 67-77 og urðu því að treysta á að Spánverjar myndu sigra Króata í seinni leik riðilsins til að Lettar væru ekki á leið heim. Þeim varð þó ekki að ósk sinni því Króatar sigruðu Spánverja 85-84 eftir að Spánverjar leiddu 84-79. Króatar skorðu þriggja stiga körfu og Spánverjar fóru í sókn þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum. Sókn þeirra gekk ekki upp og þeir lentu í að skjóta undir pressu og Jasmin Repesa þjálfari Króata og Lottomatica Roma tók leikhlé þegar 9 sekúndur voru eftir. Króatar fengu boltann inn á miðju og Marko Tomas tók þriggja stiga skot undir mikilli pressu þegar 3 sekúndur voru eftir og skoraði. Spánverjar tóku leikhlé og Rudy Fernandez komst í layup gegn tveimur Króötum og boltinn fór útaf og Spánverjum dæmt innkast og voru Spánverjar mjög ósáttir við að fá ekki villu. Króatar sigruðu því 85-84 og sigruðu jafnframt í riðlinum. 

Litháar sigruðu í C riðli með því að sigra Þjóðverja 84-80 og Tyrkir sendu Tékka heim með 80-72 sigri. 

Slóvenar komu á óvart í D riðli og sigruðu Frakka 67-66 og þar með riðilinn en Ítalir komust áfram með sigri á Pólverjum 79-70 og gestgjafar Evrópumótsins eftir 2 ár, Pólverjar, verða því að halda heim og undirbúa sig fyrir mótið á heimavelli. 

Á morgun verður hlé á mótinu en á föstudag hefjast undanriðlarnir.

[email protected] 

Mynd: www.eurobasket2007.org  

Fréttir
- Auglýsing -