Við hjá Karfan.is viljum byrja á að þakka frábærar móttökur á nýju síðunni okkar. Skemmst frá því að segja þá hefur heimsóknum á síðuna fjölgað í kjölfar nýrrar síðu og hafa hrósum fyrir síðuna ringt yfir okkur. Hinsvegar höfum við líka heyrt óánægjuraddir.
Við heyrðum fyrst af því að síðan væri þung í uppkeyrslu á vafara notenda. Og það hefur verið lagað að mestu magni. Fyrir þá sem þekkja til , þá var "þyngd" síðunnar til að byrja með 1.5 mb en hefur verið minnkuð um tæplega helming niður í ca 800 kb ( visir.is er ca 700kb) Vissulega væri hægt að minnka hana meira en þá myndi það koma niður á öðrum þætti síðunar.
Nú viljum við heyra frá ykkur kæru notendur hvað ykkur finnst um síðuna. Hver er helsti galli hennar og hverju ykkur finnst að ætti að breyta. Ef fjöldi notenda er óánægður með sama hlutinn á síðunni þá verður það að sjálfsögðu endurskoðað. Á hinn bóginn er erfitt að gera öllum til geðs
Ykkur er velkomið að senda email á [email protected] og segja ykkar skoðun. Þessi póstar verða að sjálfsögðu alls ekki birtir né ræddir nema milli okkar stjórnenda síðunnar.
Aftur þökkum við kærlega fyrir okkur og Áfram Karfan !!!