Skallagrímur hefur samið við Sævar Alexander Pálmason til næstu tveggja ára.
Sævar er fæddur 2007 og er að upplagi úr Skallagrími og hefur leikið upp yngri flokka félagsins, en hann hefur einnig verið í úrtakshópum fyrir yngri landslið og leikið fyrir undir 16 ára lið Íslands.
„Sævar er fjölhæfur, metnaðarfullur leikmaður sem hefur mikinn leikskilning og á eftir að ná langt í framtíðinni. Það verður gaman að fylgjast með Sævari halda áfram að vaxa og bæta sig sem leikmaður meistaraflokks undir merkjum Skallagríms á næsta tímabili “ segir í tilkynningu um samninga við Sævar.