Skallagrímur hefur samið við Eirík Frímann Jónsson til ársins 2026.
Eiríkur er fæddur 2007 og er að upplagi úr Skallagrími, en ásamt þeim hefur hann einnig verið á mála hjá Snæfelli. Þá hefur hann spilað með U15, U16 og komst mjög langt í forvali inn í hóp fyrir U18 fyrr á þessu ári.
„Eiríkur er mjög efnilegur og á framtíðina fyrir sér á körfuboltavellinum en það verður gaman að sjá hann eflast og vaxa sem leikmann á næsta tímbili.“ segir í yfirlýsingu frá stjórn félagsins.
Eiríkur eftir að skrifað hafði verið undir samninginn: „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili og það eru spennandi breytingar framundan. Veislan heldur áfram!“